Námslýsing: Tímarnir eru í 80 mínútur. Tímarnir eru verklegir og nemendur stunda alhliða líkamsþjálfun bæði inni og úti. Nemendur fá tækifæri til að skipuleggja tíma fyrir sig sjálfa t.d. eigin þrek– og hraðaþraut. Sérstök áhersla verður lögð á æfingar sem tengjast Skólahreysti eins og t.d kaðlar, upphífingar, dýfur, armbeygjur og að hanga. Í lok kennslutímans taka nemendur þátt í undankeppni Skólahreysti Valhúsaskóli. Rétt er að geta þess að allir nemendur hafa kost á því að taka þátt í undankeppni fyrir „Skólahreysti hvort sem þeir velja þennan áfanga eða ekki.
Kennslustundafjöldi: Kennt verður einu sinni í viku, 80 mín. í senn og/eða eftir þörfum fram að keppni.