Námslýsing: Í söngleikjadans vali kynnast nemendur vinsælum dans- og söngleikjamyndum og læra skemmtilega dansa við þekkt lög úr þessum myndum. Einnig fá nemendur tækifæri til að vinna saman að eigin dansatriðum. Tímarnir innihalda einnig skemmtilega leiki og grunnæfingar í dansi sem auka hreyfifærni og styrkja hópanda. Lögð verður áhersla á sköpun, túlkun, sjálfsöryggi, samvinnu, hreyfingu og skemmtun í hvetjandi umhverfi. Öll geta verið með, með eða án reynslu í dansi!
Ef þér finnst gaman að dansa og hefur áhuga á kvikmyndum og tónlist, að þá gæti þetta valfag verið eitthvað fyrir þig!
Kennslustundafjöldi: verður 1x í viku, 80 mínútur í senn í eina önn.