Námslýsing: Það er misjafnt hversu íþyngjandi heimanám reynist nemendum. Þessari valgrein er ætlað að draga úr álagi vegna heimanáms. Nemendum gefst kostur á að fá aðstoð við heimanám og/eða vinna sér í haginn og fá aðstoð við það sem þeim reynist erfitt í náminu. Ef það kemur fyrir að nemandi eigi ekki eftir að vinna neina heimavinnu á hann samt að nýta báðar kennslustundirnar til náms, verkefnavinnu eða lesturs í samráði við kennara – það er alltaf hægt að vinna meira og betur. Möguleiki er á að nemendur, sem þess óska, fái námskeið í námstækni innan þessarar valgreinar.
Námsmat: Námsmat byggir á símati eftir hverja kennslustund og fer eftir mætingu, vinnusemi og hegðun.
Kennslustundafjöldi: verður 1x í viku, 80 mínútur í senn í eina önn.