Námslýsing: Áfanginn er fyrir nemendur sem hafa áhuga á og eru að standa sig vel í stærðfræði. Á haustönn verður unnið með talnareikning, algebru, rökþrautir og verkefni úr stærðfræðikeppnum. Á vorönn er unnið með algebra, rúmfræði, þemaverkefni um fjármál, mengi, rökþrautir og verkefni úr samræmdum prófum. Hverjum námsþætti lýkur með skilum verkefnamöppu.
Kennsluaðferðir: Nemendur vinna í litlum hópum með raunhæf verkefni og rökþrautir sem reyna á hugmyndaflug og rökhugsun. Áhersla er lögð á að þjálfa innsæi, umræður, samvinnu í verkefnavinnu og að nemendur hafi ánægju af stærðfræði. Valhópurinn tekur þátt í stærðfræðikeppni MR.
Námsmat: Símat sem byggt er á þátttöku/virkni, samvinnu, verkefnaskilum og kynningum verkefna.
Að jafnaði er heimavinna ekki sett fyrir í þessum valáfanga. Undantekning frá þeirri reglu er þegar nemendur missa af kennslustundum og þegar nemendur safna upplýsingum og undirbúa kynningar þemaverkefna.
Kennslugögn: STÆ 103. Höfundur: Jón Þorvarðarson og verkefni frá kennara. Ítarefni: Stærðfræðiþrautir og valin verkefni frá kennara. Kennsluvefir: nams.is, rasmus.is, skólavefurinn og fleiri námsvefir í stærðfræði.
Kennslustundafjöldi: verður 1x í viku, 80 mínútur í senn allan veturinn.