Námslýsing: Nemendur sem vilja vinna að því að gera skólann sinn betri geta valið að verða nemendaráðgjafar. Hlutverk nemendaráðgjafa er m.a. að kynna skólann fyrir yngri nemendum og taka á móti nýjum nemendum og aðstoða þá við aðlögun ef á þarf að halda. Nemendaráðgjafar sjá um ýmsa fræðslu fyrir samnemendur sína. Ýmis skemmtileg fræðsla er líka í boði fyrir nemendaráðgjafana í formi heimsókna til stofnana/fyrirtækja. Nemendaráðgjafar eru góðar fyrirmyndir fyrir samnemendur sína og því mikilvægt að þeir stundi skólann vel og séu jákvæðir í garð hans og hafi heilbrigðan lífsstíl.
Kennslustundafjöldi: telst sem tvær valgreinar og kennt allan veturinn.