Námslýsing: Þú þjálfar sterka kjarnavöðva. Pilates æfingakerfið byggist á að styrkja djúpu kjarnavöðva líkamans, vöðvana sem eru næst hryggnum. Þú lærir tækni við að þjálfa flata kviðvöðva og sterkt bak ásamt því að þjálfa sterka vöðva á sama tíma og þú eykur liðleika. Barre tímarnir eru blanda af æfingum við ballettstöng, á gólfi og á dýnu. Barre æfingarnar henta bæði byrjendum og lengra komnum og eru innblásnar af pilates, ballett styrktaræfingum og jóga.
Námsmat: Ástundun og markmið metin í hverri göngu.
Kennslustundir: verður 1x í viku, 80 mínútur í senn í eina önn.