Námslýsing: Nemendur læra undirstöðuatriði hlutateikningar þar sem áhersla er á formskynjun, myndbyggingu og skyggingu. Einnig munu nemendur kynnast nokkrum ólíkum grafík aðferðum eins og límþrykki, einþrykki og dúkristu.
Listasagan verður skoðuð meðfram verkefnavinnunni til að auka skilning á þróun myndlistar og til innblásturs. Nemendur mun svo velja einn listamann til að kynna fyrir samnemendum sínum. Verkefni miðast við aldur, þroska og getu hvers og eins.
Kennslugögn: Ýmiss konar pappír, blýantar, trélitir, málning, túss og blek.
Námsmat: Verkin verða metin til einkunna sem og virkni nemenda, hugmyndavinnan og ferlið við úrlausn verkefnanna.
Kennslustundafjöldi: verður 1x í viku, 80 mínútur í senn í eina önn.