Valgreinar á unglingastigi eru hluti af skyldunámi nemenda. Tilgangurinn með valfrelsi nemenda er einkum sá að gera nemendum kleift að skipuleggja nám sitt út frá áhugasviði og framtíðaráformum. Því er mikilvægt að nemendur skoði námsvalið vel með foreldrum/forráðamönnum og/eða kennara og námsráðgjafa og vandi valið.
Val nemenda er bindandi sem þýðir að erfitt getur verið að breyta því eftir að kennsla hefst á næsta skólaári.
Námsvalið er mismunandi eftir árgöngum.
Verðandi 8. bekkur: Nemendur velja tvær valgreinar.
9. og 10. bekkur: Nemendur velja sex valgreinar.
Nemendur sem velja stærðfræði, stíl, félagsmálafræði eða nemendaráðgjafi eru að velja fyrir allan veturinn (telst sem tvær valgreinar).
Nemendur verða að setja fram varaval þ.e. tvær valgreinar.
Þess skal getið að við útskrift nemenda úr grunnskóla er þess krafist að nemendur séu metnir bæði í list- og verkgreinum og þess vegna er gott að nemendur geri sér grein fyrir því að einkunnir sem nemendur fá í list- og verkgreinum í 7. -10. bekk munu fylgja þeim þegar þeir útskrifast úr grunnskóla.
Nemendur geta fengið íþróttaiðkun, nám við tónlistarskóla, myndlistarskóla, málaskóla, dansskóli o.fl. metið í stað valgreina.
Verðandi 8. bekkur getur fengið tómstundir metnar sem eina valgrein.
9. - 10. bekkur getur fengið tómstundir metnar sem tvær eða fjórar valgreinar (fjórar ef nemandi er í tveimur tómstundum).
Það er mjög mikilvægt að nemendur ákveði strax hvort þeir ætla að nýta sér nám utan skóla í stað valgreina.
Það getur verið erfitt að fá að hætta í valgreinum þegar næsta skólaár er byrjað.