Námslýsing: Þessi valáfangi er hugsaður sem vettvangur fyrir nemendur með áhuga á verkgreinum og tækni. Kynntir verða möguleikar í smíðum og hönnun og farið inn í ferli hönnunar, frá hugmynd, teikningu og smíði hlutar.
Lögð verður áhersla á skapandi þætti hönnunar og smíði. Nemendur geta unnið hugmyndir sínar í skissubók en leitast er eftir því leyfa hugmyndum að þróast og að hugmyndaferlið sé skoðað og endurskoðað og breytt ef þarf. Einnig er gert ráð fyrir að nemandi smíði hlut eftir nákvæmri smíðateikningu sem hann teiknar upp sjálfur. Nýsköpun getur verið eitt af þeim verkefnum sem nemendur hafa kost á að vinna að og koma hugmyndum sínum í framkvæmd sem raunverulegum hlut eða líkani. Nemendur fá leiðsögn í að bæta rafmagni í hönnun sína, ýmist með mótori eða ljósum svo eitthvað sé nefnt.
Námsmat: Við mat á vinnu nemenda er höfð hliðsjón af útfærslu á hugmyndum, vinnubrögðum og vinnusemi, framförum, frumkvæði og endanlegu verki.
Kennslustundafjöldi: 80 mín. á viku í eina önn.