Námslýsing: Nemendur læra að tileinka sér nokkrar aðferðir leirmótunar t.d. fingraaðferð, plötuaðferð og pylsuaðferð. Unnið með margvísleg form, bæði geometrísk og lífræn og formskyn nemandans þjálfað. Listamenn verða kynntir sem unnið hafa með leir í verkum sínum. Ef kostur er á verður farið í vettvangsferð á vinnustofu listamanns eða sýningu. Lögð er áhersla á hugmynda- og skissuvinnu, verkþjálfun og mótun. Verkefni miðast við aldur, þroska og getu hvers og eins.
Kennslugögn: Jarðleir, gifsform og glerungar, leirverk (bækur, netið ).
Námsmat: Verkin verða metin til einkunna sem og virkni nemenda, hugmyndavinnan og ferlið við úrlausn verkefnanna.
Kennslustundafjöldi: 2kest/v í eina önn.