Námslýsing: Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema sem er ákveðið af ungmennaráði Samfés. Keppnin hefur oftast farið fram um miðjan febrúar ár hvert. Markmið Stíls er að hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og virkja sköpunarhæfileikana. Keppnin vekur jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar, gefur þeim kost á að koma hugmyndum sínum á framfæri og sýna afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu. Margir grunnskólar bjóða upp á valáfangann Stíl fyrir nemendur sína þar sem þeim býðst að vinna saman að hönnun sinni á skólatíma í samstarfi við félagsmiðstöð í heimabyggð. Fyrirkomulag keppninnar er með þeim hætti að 2-4 unglingar skipa hvern hóp.
Námsmat: Kennarar og sjálfsmat.
Kennslustundafjöldi: Kennt verður einu sinni í viku, 80 mín. í senn og/eða eftir þörfum fram að keppni. Kennslustundir munu verða fleiri en settar verða í töflu en þess í stað mun kennslu ljúka í mars.
Kennarar: Þeir kennarar sem koma að valinu eru starfsmaður úr Selinu, textílkennari og förðunarkennari.
Lið Selsins/Való fengu tvenn verðlaun 2025, annars vegar fyrir hönnunarmöppu og hins vegar fyrir förðun.