Námslýsing: Eldað og bakað til skiptis. Farið verður í helstu baksturs- og matreiðsluaðferðir með það að leiðarljósi að matreiða fjölbreyttan, girnilegan og góðan hversdagsmat samkvæmt manneldismarkmiðum. Næringu, hollustu og hreinlæti ásamt neytenda- og umhverfisfræði er fléttað inn í námið. Áhersla er lögð á hreinlæti, góða umgengni í verki og góðan frágang. Allir tímar eru verklegir.
Námsmat: Námsmat byggir á símati sem gert er í lok hverrar kennslustundar. Unnið er út frá hæfniviðmiðum í Aðalnámskrá grunnskóla.
Kennslustundafjöldi: verður 1x í viku, 80 mínútur í senn í eina önn.