Námslýsing: Skapaðu það sem hugurinn girnist. Finnum leiðir saman til að koma hugmyndum okkar í form! Fáum hugmynd - finnum lausnir - gerum sjálf. Nemendur fá tækifæri til að vinna eigin hugmynd að fullbúnu verkefni þar sem nemendur þjálfast í að leita sjálfir lausna undir leiðsögn kennara. Nemendur hafa að mestu leyti frjálsar hendur að verkefnavali þar sem hægt verður að skapa eitthvað nýtt, bæta og laga og temja sér sjálfstæða vinnu og vönduð vinnubrögð. Hægt verður að vinna með ýmis efni eins og textíl, við, akríl, kertavax eða hvaðeina sem verkefnið krefst.
Farið verður á söfn og vettvangsferðir ef tími gefst.
Námsmat: Námsmat er byggt á eftirfarandi þáttum: Útfærslu hugmynda, vinnubrögðum, vandvirkni, frumkvæði, framförum og fullunnum verkefnum.
Námsögn: Sníðablöð, verklýsingar frá kennara bækur á bókasafni og í kennslustofu.
Kennslustundafjöldi: verður 1x í viku, 80 mínútur í senn í eina önn.