Námslýsing: Farið verður yfir helstu stíla í innanhússhönnun, skoðaðar mismunandi tegundir efna, áferð, litir, litasamsetningar og lýsing. Nemendur vinna verkefni um þekktan hönnuð og hönnunarhlut og læra að búa til mood board (Canva). Kynnt verða forrit sem notuð eru við innanhúshönnun og nemendur teikna upp íbúð í einföldu teikniforriti (Planner 5D). Við fáum heimsókn frá innanhússhönnuði eða innanhússarkitekt og förum í vettvangsferð ef kostur er á því.
Verkefni: Mood board verkefni tengt stílum, verkefni um hönnunarhlut, verkefni þar sem nemendur hanna þriggja herbergja íbúð, innrétta hana og velja liti á veggi, gólefni, innréttingar, húsgögn og skrautmuni.
Námsmat: Áfanginn verður próflaus en verkefni verða metin til einkunna sem og þátttaka, virkni og vinnusemi. Nemendur kynna verkefni sín í lok áfanga.
Kennslugögn: Lesefni og verkefni frá kennara.
Kennslustundafjöldi: 80 mín, 1 sinni í viku í eina önn.