Námslýsing: Heilbrigður lífsstíll er mikilvægur fyrir almenna heilsu og vellíðan. Þeir sem njóta þess að hjóla og/eða fara í gönguferðir ættu að velja þessa valgrein. Farið er eftir veðri hvort er hjólað eða gengið. Hjólað er á höfuðborgarsvæðinu ef veður leyfir. Gengið er um Seltjarnarnes og nágrenni. Skylda er að eiga hjól og hjálm til að skrá sig í þetta val.
Námsmat: Ástundun og markmið metin í hverri göngu.
Kennslustundafjöldi: Tímarnir verða almennt ekki 80 mínútur heldur verða þeir u.þ.b. 120 – 180 mínútur (2-3 klst.) og því er valið líklega búið í lok október.