Námslýsing: Nemendur vinna fyrst einföld hlutateikninga- og fjarvíddarverkefni en fá svo að kynnast þrívíðri formfræði og er unnið með hugtök eins og rými, tví- og þrívídd, skugga, myndbyggingu o.fl. sem tengjast skúlptúrum og þrívíðum verkum. Nemendur fá innsýn í hvernig koma megi tvívíðum skissum á þrívítt form í formi skúlptúra. Við gerð skúlptúranna eru hlutir endurnýttir á ýmsan hátt og munum við einnig notast við leir og gifs. Listasagan verður skoðuð meðfram verkefnavinnu og munu nemendur velja sér einn listamann sem þeir kynna fyrir samnemendum sínum.
Kennslugögn: Ýmiss konar pappír, blýantar, litir, leir, gifs og ýmsir endurnýttir hlutir.
Námsmat: Verkin verða metin til einkunna sem og virkni nemenda, hugmyndavinnan og ferlið við úrlausn verkefnanna.
Kennslustundafjöldi: verður 1x í viku, 80 mínútur í senn í eina önn.