Námslýsing: Nemendur vinna að eigin hugmyndum til útfærslu í fatasaum, prjóni og fleiri aðferðum textílsins. Áhersla er lögð á að nemendur læri að fylgja verki sínu frá hugmynd að fullunnu verki og temji sér vönduð vinnubrögð. Nemendur hafa að mestu leyti frjálsar hendur með verkefnaval, sem miðast við getu hvers og eins. Gerðar verða ýmsar tilraunir með textíl og kenndar aðferðir eins og útsaumur, þrykk, litun, prjón og vélsaumur. Farið verður í vettvangsferðir ef tími gefst til, í efnaverslanir og á fata- og hönnunarsýningar eftir framboði.
Námsmat: Námsmat er byggt á eftirfarandi þáttum: Útfærslu hugmynda, vinnubrögðum, vandvirkni, frumkvæði, framförum og fullunnum verkefnum.
Námsögn: Sníðablöð, snið og verklýsingar frá kennara ásamt handbókum á bókasafni og í kennslustofu.
Kennslustundafjöldi: 1 kennslust., 80 mín á viku, í eina önn.