Námslýsing: Við ætlum að hafa það huggulegt og prjóna á meðan horft verður á kvikmyndir. Nemendur hafa að mestu frjálst val á prjónaverkefni en taka þarf mið af fyrri reynslu og hæfni nemenda við valið. Nemendur verða hvattir til að prjóna í því kvikmyndaþema sem horft verður á hverju sinni. Það verður bæði horft á íslenskar og erlendar kvikmyndir og fá nemendur að taka þátt í vali kvikmynda með kosningu.
Námsmat: Námsmat er byggt á eftirfarandi þáttum: Útfærslu hugmynda, vinnubrögðum, vandvirkni.
Námsögn: Prjónauppskriftir.
Kennslustundafjöldi: Verður 1x í viku, 80 mínútur í senn í eina önn.