Námslýsing: Í þessu valnámskeiði fá nemendur tækifæri til að auka þekkingu og kunnáttu sína í prjóni. Nemendur velja sér uppskrift að peysu og prjóna á sjálfa sig eða annan eftir máli. Nemendur geta valið allt frá einföldum uppskriftum upp í mjög flóknar.
Námsmat: Vinnusemi, vandvirkni og lokaafurð er metin.
Námsgögn: Prjónauppskriftir, bækur og fleira.