Námslýsing: Við munum skoða mismunandi ljósmyndara og ljósmyndatækni. Við gerum tilraunir með ljós og skugga, lituð ljós og stúdíó ljós. Skoðum mismunandi myndavélar og fræðumst um þær. Höldum sýningu og förum á söfn eða heimsókn í vinnustofu ljósmyndara ef tækifæri gefst.
Námsmat: Námsmat er byggt á eftirfarandi þáttum: Útfærslu hugmynda, vinnubrögðum, vandvirkni, frumkvæði, framförum og fullunnum verkefnum.
Námsögn: Ljósmyndabækur, tímarit og bíómyndir. Æskilegt að mæta með eigin myndavél en ekki nauðsynlegt.
Kennslustundafjöldi: 1 kennslust., 80 mín. á viku í eina önn.