Námslýsing: Félagsmálafræðin sér um skipulag og framkvæmd á öllu félagslífi Valhúsaskóla og mælum við með því að allir, sem hugsa sér að bjóða sig fram í nemendaráð Valhúsaskóla, séu skráðir í félagsmálafræði. Í félagsmálafræðinni eru böll og aðrir viðburðir skipulagðir ásamt því sem nemendur í félagsmálafræði hjálpa til á viðburðum með því að skreyta og aðstoða í sjoppu og miðasölu. Í áfanganum er farið yfir undirstöðuatriði í markaðssetningu, viðburðarstjórn, verkefnastjórn, stefnumótun auk þess sem unnið er að því að styrkja sjálfmynd nemenda, samskipti og framkomu. Áfanginn er kenndur af starfsmanni Selsins.
Námsmat: Námsgreinin er metin til einkunnar. Einkunnagjöf byggir á mætingu í tíma, virkni í tímum, mætingu í félagsmiðstöðina og virkni/ábyrgð á viðburðum sem hópurinn stendur fyrir.
Kennslustundafjöldi: verður 1x í viku, 80 mínútur í senn allan veturinn.