Þeir sem starfa í skólum vita að allt starf í kringum börn gengur betur ef samskipti milli heimila og skóla eru farsæl. Farsælt foreldrasamstarf skólasamfélagsins við foreldra barna með rofna skólagöngu felst í því að starfsfólk skólans gangi skrefinu lengra en í samstarfi við foreldra annarra barna. Sökum kringumstæðna eru foreldrar barna með rofna skólagöngu oft í bágborinni stöðu sjálf þegar kemur að menntun, og mörg hver ólæs og óskrifandi á eigin tungumáli. Samskipti við foreldra barna með rofna skólagöngu þurfa að vera einföld og skýr. Vellíðan og velgengni barna ætti alltaf að vera í forgrunni skólasamfélagsins.
Undirbúningur er lykill að góðum samskiptum. Þegar búið er að taka stöðumat og setja markmið í samræmi við það skal kennari kalla foreldra á fund. Á fundinum þarf að skýra frá markmiðum og þeim leiðum sem gefast best til að ná þeim. Brýnt er að hafa skýra verkaskiptingu á því hvað er unnið með heima fyrir og hvað er unnið í skólanum.
Boða þarf til reglulegra funda þar sem farið er yfir stöðuna, hvaða markmiðum hefur verið náð, hverjum ekki og ástæður þess að þeim hefur ekki verið náð.
Sýna skal foreldrum áhuga og virðingu, því þeir þekkja barnið sitt best og hafa einstaka innsýn inn í líf barnsins. Mikilvægt er að hafa trú á samstarfinu.
Tryggja þarf skilning foreldra á íslensku skólastarfi. Það má gera meðal annars með því að bjóða upp á fræðslu frá brúarsmiðum hjá Miðju máls og læsis. Gott er að nýta þau tjáskipti sem henta til að koma helstu upplýsingum til skila. Eins er gagnlegt að fá túlk til að útskýra mikilvæg atriði sem tengjast skólagöngunni s.s. skólasókn, Mentor/námsfús og mataráskrift.
ALMENNAR RÁÐLEGGINGAR TIL FORELDRA
Það sem kennari getur ráðlagt foreldrum að gera til að styðja við nám barna sinna
Sagt sögur á heima/sterkasta tungumáli þeirra. Segja frá barnæsku sinni eða sögum sem þau muna eftir.
Lesið fyrir barnið á ykkar móðurmáli. Rannsóknir sýna að lestur á móðurmáli (heimamáli) ýtir undir lesfimi á íslensku.
Sýnt barninu að þú sért stolt/stoltur af tungumálinu þínu. Talaðu við það á því tungumáli þrátt fyrir að það svari kannski á íslensku eða öðru tungumáli.
Eldað saman, talað um skóladaginn og sungið saman á heima/sterkasta tungumáli foreldris.
Börn fá frí bókasafnskort á Íslandi. Fáðu lánaðar bækur á heima/móðurmáli barnsins ef þær eru til eða á íslensku. Skoðið bækurnar saman.
Mætt í foreldraviðtöl og aðra viðburði í skólanum.
Skoða, leikvelli, söfn, sundlaugar og annað sem hægt er að gera með barninu eftir að skóladegi lýkur. Flest er frítt fyrir barnið og oft er boðið upp á frían aðgang á ákveðnum dögum fyrir fullorðna.
Orðadagbók - teikna orð, skrifa heitin á báðum tungumálum. Búa saman til orðabók yfir orð sem þau þekkja ekki.
MYNDBÖND UM HVERNIG FORELDRAR GETA HJÁLPAÐ BÖRNUM SÍNUM VIÐ AÐ LÆRA ÍSLENSKU
Íslenska
Enska
Pólska
Filipseyska
Portúgalska
Rúmenska
Arabíska
Úkraínska
KYNNINGARMYNDBÖND UM ÍSLENSKA GRUNNSKÓLAKERFIÐ
Hér eru krækjur á myndböndin á fleiri tungumálum.
Hér eru krækjur á myndböndin á fleiri tungumálum.
GAGNLEGIR TENGLAR
Tengjumst – Kennarar og foreldrar barna af erlendum uppruna (hi.is)
https://www.facebook.com/groups/arabiskamml
Landneminn - Samfélagsfræðsla, upplýsingar um Ísland og réttindi og skyldur í íslensku samfélagi á mörgum tungumálum.