Grunnskólar þurfa að uppfylla réttindi og skyldur sem lög, alþjóðlegir sáttmálar og reglugerðir og stefnur gera ráð fyrir. Í aðalnámskrá eru skilgreindir 6 grunnþættir í námi og kennslu barna; heilbrigði og velferð, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi, læsi, sjálfbærni og sköpun. Þetta er í góðu samræmi við menntastefnu Reykjavíkur en hún byggir á fimm grundvallarþáttum; félagsfærni, sjálfseflingu, læsi, sköpun og heilbrigði.