Deildarstjóri stoðþjónustu hefur yfirumsjón með stoðþjónustu skólans og tekur þátt í stefnumótun og skipulagi skólastarfsins með það að markmiði að tryggja öllum nemendum menntun við hæfi og þann stuðning sem þeir kunna að þurfa í samræmi við metnar sérþarfir.
Deildarstjóri stoðþjónustu hefur yfirumsjón með stoðþjónustu skólans og tekur þátt í stefnumótun og skipulagi skólastarfsins með það að markmiði að tryggja öllum nemendum menntun við hæfi og þann stuðning sem þeir kunna að þurfa í samræmi við metnar sérþarfir.
Í því felst ábyrgð á daglegri framkvæmd stoðþjónustunnar, umsjón með framkvæmd skimana, kannana og greininga og miðlun upplýsinga um niðurstöður. Einnig umsjón með fræðslu, handleiðslu og ráðgjöf til skólasamfélagsins um sérstöðu nemenda, stoðþjónustu og stuðningsþörf.
Deildarstjóri stoðþjónustu heldur utan um og ber ábyrgð á að skila umsóknum um viðbótarfjármagn til skrifstofu skóla- og frístundasviðs í samræmi við samþykktir á grundvelli Eddu reiknilíkans.
Deildarstjóri stoðþjónustu er alla jafna í stjórnendateymi skólans og tekur þátt í stefnumótun og skipulagi skólastarfsins.
Deildarstjóri stoðþjónustu á sæti í lausnateymi og nemendaverndarráði og gegnir hlutverki tengiliðar í þágu farsældar barna. Í starfinu felast samskipti við fagskrifstofu, skólaþjónustu, MML og stofnanir (RGR, BUGL, GHT, BVN og fleiri).
Deildarstjóri stoðþjónustu aðstoðar við einstaklingsnámskrárgerð og heldur utan um einstaklingsteymi nemenda í samráði við aðra fagmenn og stjórnendur skólans.
Hann er þátttakandi í lærdómssamfélagi deildarstjóra stoðþjónustu. Þar er áhersla á jafningjafræðslu auk þess sem aðkeypt fræðsla er reglubundin á hverju skólaári. Fundir eru haldnir á sex vikna fresti og kynna má sér dagskrá hópsins inni á lokuðum hópi á Teams sem ber heitið Lærdómssamfélag stoðþjónustu.
Mikilvægt er að halda góðu samstarfi við aðila innan skólasamfélagsins, svo sem kennara/teymi innan skóla, náms- og starfsráðgjafa, frístundastarf í málum einstakra nemenda – samræming skipulags og þjónustu auk forvarna og sérkennslustjóra leikskóla um nemendur í 1. bekk.
Deildarstjóri er hvattur til að kynna sér starfsemi stoðdeilda skóla- og frístundasviðs en þær eru hluti af heildarstarfsemi þess.
Deildarstjóri er hvattur til að kynna sér starfsemi stoðdeilda skóla- og frístundasviðs en þær eru hluti af heildarstarfsemi þess.