Eitt af hlutverkum Klettaskóla er að veita ráðgjöf til annarra grunnskóla landsins. Ráðgjöfin er veitt þeim sem bera ábyrgð á kennslu og þjálfun viðkomandi nemanda.
Ráðgjafarþroskaþjálfi tekur við beiðnum á þar til gerðum eyðublöðum
Ráðgjafarbeiðnirnar eru metnar með tilliti til þess hvernig best sé að mæta þeim. Kallaðir eru til fagaðilar innan skólans til að sinna ráðgjöf eftir eðli og umfangi hverrar beiðni fyrir sig.
Ráðgjöfin býður m.a. upp á möguleika á að kynna sér bekkjarstarf, gerð einstaklingsáætlana, óhefðbundnar tjáskiptaleiðir, skynörvun, kennslu í sérgreinum og hugmyndafræði TEACCH – hvernig skólastarfið byggir á markvissum/skipulögðum vinnubrögðum og námsumhverfi.