Fundur er haldinn vegna einstakra barna með forsjáraðilum þess, starfsfólki stoðþjónustu grunnskóla og þess leikskóla sem barnið er í, forstöðumanni frístundar og öðru starfsfólki skóla- og frístundaþjónustu sem að málinu hafa komið.
Í 15. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 um skólaskyldu segir: „Skólaskylda barns hefst að jafnaði við upphaf skólaárs á því almanaksári sem barnið verður sex ára. Foreldrar/forsjáraðilar barns geta sótt um eða samþykkt að það hefji skólagöngu fyrr eða síðar. Skólastjóri getur veitt slíka heimild að fenginni umsögn sérfræðiþjónustu“. Í aðalnámskrá grunnskóla frá 2011, kafla 16 segir: „Meginreglan er sú að börn byrja í grunnskóla á því almanaksári sem þau ná sex ára aldri. Samkvæmt bæði leik- og grunnskólalögum má þó flýta eða seinka skólabyrjun. Skólastjóri grunnskóla getur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum heimilað að barn hefji skólagöngu fimm ára eða sjö ára.
Tryggja þarf jafnræði allra nemenda varðandi þessi skólaskil.
Tryggja þarf að allir nemendur fái náms- og starfsráðgjöf í grunnskóla og að nemendur á unglingastigi fái kynningu á starfi framhaldsskólanna í borginni.
Nemendur sem taka framhaldsskólaáfanga fái stuðning og aðhald við það nám frá náms- og starfsráðgjafa grunnskólans.
Tryggja þarf samfellu milli skólastiga með markvissu samráði.