Verkefnið Betri borg fyrir börn miðar að því að bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í skóla- og frístundastarfi. Með því er leitast við að færa þjónustu í auknum mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna, veita viðeigandi stuðning sem fyrst og þétta samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í miðstöð hverfisins en þau eru 4 í Reykjavíkur; Suðurmiðstöð, Norðurmiðstöð, Vesturmiðstöð og Austurmiðstöð.
Undir skóla- og frístundadeild borgarmiðstöðva heyrir starfsemi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Hluti af starfsemi skóla- og frístundasviðs færðist út í borgarhlutana með þessum breytingum 1. janúar 2022. Í hverju hverfi eru fagstjórar yfir fyrir; leikskóla, grunnskóla og framkvæmdastjóri frístundastarfs. Það er mikill ávinningur fyrir deildarstjóra stuðningsþjónustu grunnskóla að vera í formlegri og óformlegri samvinnu við sína borgarmiðstöð í gegnum fagstjóra.
Deildin veitir m.a. ráðgjöf um almenna starfs- og kennsluhætti, skipulag skóla- og frístundastarfs, auk þeirrar sérfræðiþjónustu sem hefur verið veitt í hverfinu á undanförnum árum.
Fagstjórar eru næstu yfirmenn leik- og grunnskólastjóra.
Fagstjórar ásamt framkvæmdastjórum frístundamiðstöðva bera ábyrgð á skóla- og frístundaþjónustu í hverjum borgarhluta.
Deildarstjóri stoðþjónustu á mikið samstarf við kennsluráðgjafa skólaþjónustunnar. Ráðgjafarnir hafa skipt með sér skólunum í hverfinu og það er góður aðgangur að þeim ráðgjöfum – hægt er að senda viðkomandi tölvupóst, hringt eða fengið heimsókn. Það er mikilvægt fyrir deildarstjóra stuðningsþjónustu að nýta sér þann fagauð sem borgarhlutarnir búa yfir í skóla- og frístundaþjónustu.