Skólaakstur fatlaðra grunnskólabarna er ætlaður þeim nemendum sem sökum fötlunar sinnar geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur eða almennan skólaakstur til að sækja heimaskóla sinn eða sækja skóla utan skólahverfis síns vegna sérþarfa í námi.
Hlutaðeigandi skóli sendir umsóknina í samráði við foreldra/forráðamenn til starfsmanns SFS kristjan.gunnarsson@reykjavik.is með upplýsingum um nafn og kennitölu barns.
Þjónustutími miðast við starfstíma grunnskóla, sérskóla eða sérdeilda. Nemendum Klettaskóla stendur til boða sumarnámskeið og gilda reglur þessar einnig um þá starfsemi.
Foreldrar bóka svo ferðir sjálfir hjá Strætó bs. á pant.is.
Árleg endurnýjun umsóknar skal send skrifstofu skóla- og frístundasviðs að frumkvæði foreldris/forsjáraðila eða hlutaðeigandi skóla.