Markmiðið með foreldrasamstarfi er að tryggja hagsmuni nemenda með upplýsingamiðlun og samráði foreldra og skóla.
Nemandinn öðlast aukið öryggi við að finna gagnkvæmt traust og virðingu milli hinna fullorðnu sem og samræmi í gildum og væntingum heima fyrir og í skólanum.
Foreldrar geta leitað stuðnings hjá miðstöðvum hverfanna við lausn mála sem tengjast skólastarfi, en þar starfa meðal annarra kennsluráðgjafar og sálfræðingar.
Foreldrar geta veitt kennurum dýpri skilning á þörfum nemandans sem styður við sameiginlegan skilning þeirra.