Þjónustuveitendur eiga að eiga fulla samvinnu sín á milli samkvæmt lögum. Þjónustuveitandi er sá sem veitir farsældarþjónustu og tilheyrir annað hvort stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélags. Þjónustuveitendur eru meðal annars; leikskólar, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögregla, félagsþjónusta, barnavernd og einkaaðilar.