Farsæld barna er skipt í fyrsta, annars og þriðja stigs þjónustu.
Fyrsta stigs þjónustu tilheyrir grunnþjónusta eins og starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva.
Annars stigs þjónustu tilheyrir einstaklingsbundinn og sérhæfður stuðningur eins og skammtímadvöl, stuðningsfjölskylda og persónulegur stuðningur (liðveisla).
Þriðja stigs þjónusta er sérhæfður stuðningur í samræmi við ítarlegt mat og er veitt af til dæmis Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Ráðgjafar- og greiningarstöð og Barnavernd.
Í grunnskólum er veitt 1. stigs þjónusta.