Almennri þjónustu í grunnskóla tilheyrir allt það sem starfsfólk skólans hefur ákveðið meðal annars í skólanámskrá og starfsáætlun sem byggir á Aðalnámskrá grunnskóla og Menntastefnu Reykjavíkur.
Í verkfærakistu menntastefnu Reykjavíkur má finna fræðslu, upplýsingar, hugmyndir og tól sem koma að gagni við að framfylgja stefnunni og stuðla að betra skólastarfi. Verkfærakistuna má finna á vef Menntastefnu Reykjavíkurborgar.