Áramótin 2021/2022 hófst innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna sem grundvallast á lögum nr. 86/2021, sjá Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Í lögunum felst að starfsmaður eða þjónustuveitandi á vettvangi barns í leikskóla, grunnskóla, frístundaheimili og/eða félagsmiðstöð, ber samkvæmt lögunum að:
Fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu.
Bregðast við þörf barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur.
Hafa samráð sín á milli með það að markmiði að þjónusta sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna og foreldra.
Farsæld er skilgreind sem: Aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar.
Grunnskólum ber að stuðla að markvissri velferð og farsæld barna í öllu sínu starfi.