Mikilvægt er að nýta niðurstöður greiningargagna á markvissan hátt við gerð einstaklingsnámskrár.
Þeir sem vinna markvisst og reglulega með nemanda sitja skilafundi greininga og hafa tækifæri til að spyrja viðkomandi sérfræðing beint og fá nánari skýringar.
Verklag við nýtingu greininga við skipulag stuðnings er skýrt, það er að segja að fagaðilar í skóla fara yfir greiningar með kennurum nemenda, skýra þær og setja í kennslufræðilegt samhengi.
Sérfræðingar fylgja greiningum eftir með auknum þroska og aldri nemandans og reglulega er lagt mat á þjónustuna.
Greining leiðir að öllu jöfnu til aukins skilnings á þörfum og/eða vanda nemandans og til markvissara samtals og samstarfs milli aðila.