Teymin hafa tvíþætt hlutverk:
Handleiðslu- og ráðgjafarhlutverk við starfsfólk almennra grunnskóla.
Stuðning og kennslu fyrir nemendur í aðstöðu farteymis.
Samvinna er milli teyma. Farteymin koma skólum til aðstoðar og veita handleiðslu þegar upp koma alvarleg tilvik hegðunarvanda einstakra barna sem beita ofbeldi eða valda alvarlegri röskun á skólastarfi sem starfsfólki skóla og/eða í frístundastarfi SFS hefur ekki tekist að finna lausn á með aðkomu skólaþjónustu eða annarra ráðgefandi aðila.
Sjá nánar á Verklagsreglur um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins vegna grunnskólanema með fjölþættan vanda.
Verklagi farteyma er lýst með orðum og myndum í Verklag farteyma - hegðunarvandi. (hér vantar hlekk)