Texti um fjölmenningu í grunnskólum Reykjavíkur. Hvernig er lagður grunnur að íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku, o.s.frv.
Fjöltyngd börn sem eru fædd á Íslandi: Börn sem alast upp í íslensku málumhverfi og hafa fjölbreytt heimamál. Þarna þarf sérstaklega að styðja við og styrkja öll mál í umhverfi barnanna með sérstakri áherslu á íslensku en engu að síður að virða heimamálið og hvetja til þess að þau viðhaldi því.
Nýir Íslendingar: Börn sem eru fædd erlendis, flytja til Íslands á ólíkum aldri og eru að læra íslensku sem annað mál. Börn sem fæðast á Íslandi og umgangast tvö eða fleiri tungumál frá fyrstu árum tileinka sér það sem kallast samtíða fjöltyngi (e. simultaneous bilingualism). Börn sem flytja til Íslands eftir fyrsta máltökuskeiðið (stundum skilgreint sem fjögurra ára aldur) og bæta íslenskunni við læra hana sem annað mál, en það ferli kallast raðbundið tvítyngi (e. sequential bilingualism).
Fjöltyngd börn sem nota íslensku daglega ásamt öðrum tungumálum hafa eðlilega mismunandi færni í þeim, en það er nauðsynlegt að gera háar kröfur til málnotkunar þeirra og að gefa þeim skýr, jákvæð og uppbyggjandi skilaboð um framfarir þeirra og markmið. Markmið í kennslu barna með íslensku sem annað (móður)mál eru að þau nái aldurstengdum viðmiðum í íslensku innan hæfilegs tíma, samkvæmt námskrá í íslensku sem öðru máli[BR1] . Grundvallaratriði er að þau fái góðan faglegan stuðning eftir þörfum alveg frá unga aldri eða strax og þau koma til landsins þannig að þau eigi jafna möguleika og jafnaldrar með íslensku sem móðurmál á áframhaldandi námi og velgengni í íslensku samfélagi (Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla og frístundastarf, 2020).
Börn sem hafa hlotið stöðu flóttafólks: Í þessum hópi geta verið börn sem falla undir flokk 2 en þurfa sérstakan stuðning. Börn á grunnskólaaldri hafa oftast nær mjög rofna skólagöngu og þarf því enn meira að hlúa að stöðu þeirra bæði námslega og félagslega.
Móttökuáætlun vegna barna með íslensku sem annað tungumál í grunnskólum
Gátlisti í móttökuáætlun vegna barna með íslensku sem annað tungumál
Stöðumat fyrir nýja nemendur af erlendum uppruna
Íslenska skólakerfið arabíska víetnamska spænska rússneska filippseyska kúrdíska litháíska