Námskrá Víkurinnar byggir á aðalnámskrá leikskóla frá 2011, Lögum um leikskóla nr.90/ 2008, reglugerðum fyrir leikskóla, framtíðsýn Vestmannaeyja og Skóla- og æskulýðsstefnu Vestmannaeyjabæjar.
Aðalnámskrá leikskóla er ætlað að vera leiðarvísir fyrir leikskólastarf. Námskráin fjallar um menntunar-,uppeldis- og umönnunarhlutverk leikskólans, kveður á um markmið og fyrirkomulag leikskólastarfs og ólíkar kröfur og réttindi. Aðalnámskrá leikskóla er ætlað að samræma menntun, uppeldi og umönnun leikskólabarna að því marki sem þörf er talin á, auk þess að vera farvegur til að tryggja jafnrétti allra barna til menntunar og uppeldis í leikskólum landsins
Meginmarkmið uppeldis og kennslu í leikskóla:
Að fylgjast með og efla alhliða þroska barna í náinni samvinnu við foreldra
Að veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku
Að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að börnin fái notið bernsku sinnar,
Að stuðla að víðsýni barna og efla siðferðisvitund þeirra,
Að leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og sífelldri þróun,
Að rækta hæfileika barna til tjáningar og sköpunar í þeim tilgangi m.a. að styrkja sjálfsmynd þeirra, heilbrigðisvitund, öryggi og hæfni til mannlegra samskipta.
Hér að neðan fá finna upplýsingar um það sem Víkinn 5. ára deild hefur að leiðarljósi í sinni starfssemi.