Rædd í samveru
Kubbar
Púsl
Perlur, bæði frjálst og eftir formum
Numicon
Stærðfræðin sett sem mest inn í leik og starf.
Í samveru er talið hversu margir eru komnir, rætt hversu marga vantar o.s.frv. Gerðar skoðanakannanir og niðrstöður ræddar.
Í leik eru kubbar mikið notaðir, þeir þroska rýmisgreind og rökhugsun, stærðfræðin sett inn í leikinn með: Holukubbum, einingakubbum, plúskubbum, lego, duplo, kaplakubbum, formkubbum ofl.
Púsla og perl er mikið notað, bæði frjálst og eftir formum þar sem þarf að telja út. Þá eru Numicon kubbar nýttir bæði í kennslufræðilegum leik og frjálsum leik.
Í stærðfræðitímum er áhersla lögð á að kenna: grunnform, mynstur, talningu, flokkun og tölurnar frá 1 – 10 allt í gegn um leik.