Nám og kennsla

Skipulag náms og kennslu

Í hverri námsgrein og hverjum árgangi eru gerðar námsáætlanir þar sem farið er yfir skipulag námsins. Þar eru tilgreind markmið/hæfniviðmið, námsefni sem stuðst er við og almenn tilhögun námsins.

Í mentor útbúa kennarar námslotur þar sem öll markmið og verkefni eru á einum stað. Nemendur og foreldrar geta skoðað námsloturnar á mentor. Einnig fylla kennarar jafnt og þétt inn á hæfnikort nemenda og þannig geta nemendur og foreldrar fylgst vel með námsframvindu sinni allan veturinn.

Allar námsskrár, námslotur og verkefni má finna á mentor.