Skólanámskrá GRV

Gleði - öRyggi - Vinátta

Skólanámskrá

Hver skóli skal birta stefnu sína á tvo vegu. Annars vegar í skólanámskrá þar sem almenn stefnumörkun er birt og hins vegar í starfsáætlun þar sem breytilegar upplýsingar eru birtar frá ári til árs. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð skólanámskrár og starfsáætlunar og skal semja þær í samráði við kennara skólans og annað starfsfólk sem skuldbindur sig til að framfylgja þeim.

Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámsskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega. Skólanámskrá gefur yfirlit yfir helstu áherslur og markmið skólans, innsýn í skólabrag, venjur og siði.