Árganganámskrár

Yngsta stig

Árgangar í 1. -4. bekk eru í Hamarsskóla. Í öllum árgöngum er hefðbundin bekkjarkennsla, þrír bekkir í hverjum árgangi, hver með einn umsjónarkennara. Stuðningsfulltrúar eru í öllum árgöngum. 1. og 2. bekkur vinnur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann þar sem áhersla er á aukna hreyfingu og lestur til að byrja með. Þjálfunartímar eru í öllum árgöngum þar sem nemendur fá nám miðað við færni. List- og verkgreinar eru í öllum árgöngum ( Heimilisfræði, smíði, textílmennt, myndmennt), einnig er tónmennt og dans. Íþróttatímar eru 3x í viku, 2x íþróttir og 1x sund. Í 1. og 2. bekk eru tveir auka hreyfingatímar í viku sem umsjónarkennarar sjá um. 

Miðstig

5. -7. bekkur eru í Barnaskólanum. Í 5. og 6. bekk er lögð áhersla á teymiskennslu og í 5. bekk eru þrír umsjónarkennarar og einn stuðningsfulltrúi með árganginn. Í 6, bekk eru fjórir umsjónarkennarar. Umsjónarkennarar bera sameiginlega ábyrgð á árganginum og nemendum er reglulega skipt upp í mismunandi námshópa. Í 7. bekk eru þrír bekkir með þrem umsjónarkennurum, en teymiskennsla er í íslensku og stærðfræði þar sem fjórði kennarinn kemur inn og nemendum er skipt i námshópa. 

Unglingastig:

Á unglingastigi er hefðbundin bekkjarkennsla, þrír bekkir og þrír umsjónarkennarar í hverjum árgangi. 

Í 9. og 10. bekk er stigskipting í íslensku og stærðfræði.