Í Grunnskóla Vestmannaeyja er lögð áhersla á að koma sem best til móts við námshæfileika og getu hvers nemanda. Því hefur einstaklingsmiðað nám, nám sem tekur mið af stöðu hvers nemanda, fengið aukið vægi í skólastarfinu. Kennarar stuðla að og búa nemendum sínum örvandi námsumhverfi þar sem hver og einn getur nálgast námið þannig að best henti honum. Þannig höfum við að leiðarljósi að verkefnin séu skapandi, heilstæð, merkingarbær og örvandi. Í einstaklingsmiðuðu námi er fjölbreytni í kennsluaðferðum, námsframboði, nálgun og mati á nemendum grundvallaratriði. Stefnt skal að því að kraftmikið námssamfélag sé í hverri kennslustofu.