Frá upphafi skólagöngu fá nemendur heimanám sem birtist á Mentor, í tölvupósti eða í dreifibréfi frá kennara.
Lestur skipar stóran sess í námi og kennslu í skólanum þar sem hann er grunnur að öllu námi. Foreldrum er bent á að nýta öll tækifæri sem gefast til að glæða áhuga á lestri. Nýta t.d. umhverfið, skilti, fyrirsagnir, blaðagreinar og netið. Nauðsynlegt er að allir nemendur lesi daglega heima og kennarar leitast við að láta nemendur lesa hvenær sem kostur gefst.
Almennt er heimanámi í GRV stillt í hóf, reynt er að sníða það að þörfum hvers og eins. Mikil áhersla er lögð á mikilvægi lesturs í öllum árgöngum.
Frá og með 5. bekk læra nemendur sjálfir að bera aukna ábyrgð á heimanámi sínu með aðstoð foreldra og kennara. Ef misbrestur er á heimanámi hefur kennari samband við foreldra.
Í 1. -7. bekk eiga nemendur að lesa heima 5 daga vikunnar í 15-20 mínútur og foreldrar kvitta í lestrarhest. Á miðstigi fá nemendur tilkynningu um heimanám á Mentor og Google Classroom í einhverjum tilvikum.
Í 8. -10. bekk eiga nemendur að lesa heima daglega í 15 -20 mínútur og skrá í lestrarhest eða lestrardagbók. Aukin áhersla er á ábyrgð nemenda á eigin námi á unglingastigi. Nemendur fá tilkynningu um heimanám, verkefni og próf á Mentor, unglingastigið notast einnig við Google Classroom í bóklegum fögum.
Ráðgjafi, Ágústa Guðnadóttir, er starfandi við skólann og geta foreldrar ávallt haft samband við hana hafi þeir einhverjar spurningar, agustag@grv.is eða 488 2300.