Víkin 5. ára deild
Skólanámskrá
Skólanámskrá
Víkin leikskóladeild er hluti af Grunnskóla Vestmannaeyja og er staðsett í suðurálmu Hamarsskóla í Vestmannaeyjum. Víkin, 5 ára deild var opnuð árið 2009. Öll fimm ára börn í Vestmannaeyjum eru í Víkinni og starfar deildin undir Grunnskóla Vestmannaeyja. Deildirnar á leikskólanum heita Heimaklettur, Miðklettur og Ystiklettur. Leikskóladeildin leggur áherslu á að rækta sterka sjálfsmynd, félagslega færni og trú á eigin getu. Mikil áhersla er lögð á að efla vináttu, jákvætt hugarfar og glaðleg samskipti.
Fræðsluráð Vestmannaeyja fer með málefni leikskóla bæjarins og markar stefnu í uppbyggingu og rekstri þeirra í umboði bæjarstjórnar. Fræðsluráð er skipað fimm kjörnum fulltrúum og fimm til vara. Framkvæmdarstjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs er starfsmaður ráðsins og er hann jafnframt næsti yfirmaður fræðslufulltrúa. Fræðslufulltrúi er næsti yfirmaður leikskólastjóra. Framkvæmdarstjóri sviðsins er yfirstjórnandi en fræðslufulltrúi fer fyrir skólaskrifstofu Vestmannaeyja. Hlutverk framkvæmdarstjóra er að koma ákvörðunum fræðsluráðs í framkvæmd og að vera stefnumótandi fyrir skólastofnanir bæjarins. Einnig hefur skólaskrifstofan nokkru eftirlitshlutverki að gegna tengt lögum og mati á gæðum skólastarfsins. Þar eru einnig starfandi auk framkvæmdarstjóra og fræðslufullrúa, kennsluráðgjafar leik- og grunnskóla, sálfræðingur, og ráðgjafarþroskaþjálfi. Leikskólar bæjarins hafa aðgang að þessu fagfólki til ráðgjafar og einnig hvað varðar úrræði vegna sértækra þarfa nemenda