Verkefnið sem hér um ræðir er einbeitt gagnsókn til að bregðast við vanda sem rætt hefur verið um í íslensku skólastarfi, áhyggjur af lestrarfrærni barna, ekki síst drengja.
Kveikjum neistann er þróunarverkefni og menntarannsókn sem Grunnskóli Vestmannaeyja fór af stað með haustið 2021.
Verkefnið sem er 10 ára þróunar- og rannsóknarverkefni með heildstæða nálgun á skólastarfið, er stutt af Vestmannaeyjabæ, menntamálaráðuneyti, Háskóla Íslands og Samtökum atvinnulífsins.
Háskóli Íslands og SA hafa stofnað Rannsóknarsetrið Menntun og hugarfar með aðsetur við menntvísindasvið. Rannsóknarsetrið ber ábyrgð á menntarannsókninni.
Verkefnið byggir á niðurstöðum fremstu vísindamanna heims á sviði menntunar og heilbrigðis.
Áherslur verkefnisins snúa að læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og hugarfari nemenda og tengjast þróun á kennsluháttum, kennsluefni og starfsþróun og ráðgjöf til kennara og skólastjórnenda. Markmið verkefnisins eru meðal annars að:
Að 80% nemenda séu fulllæsir við lok 2. bekkjar. Unnið verði með réttar áskoranir miðað við færni og lestraráhugi skapaður með lestri góðra bóka.
Áhersla á markvissa kennslu lesskilnings svo nemendur geti lesið sér til gagns.
Að nemendur verði framúrskarandi í skapandi skrifum og framsögn.
Að nemendur kunni samlagningu, frádrátt, margföldun og deilingu við 12 ára aldur. Þeir öðlist síðan kunnáttu og færni í öðrum þáttum stærðfræðinnar í 8.-10. bekk .
Að nemendur öðlist ástríðu fyrir náttúrufræði/umhverfisfræði.
Að nemendur bæti hreyfifærni, hreysti og einbeitingu.