Lagt var upp með að einfalda skóladaginn, einblína á grunninn og einstaklingsmiðun.
og uppbygging skóladagsins
Lagt var upp með að breyta uppbyggingu skóladagsins hjá 1. bekk. Og fyrsta skrefið var að breyta stundatöflunni og einfalda skipulag skóladagsins.
Dagurinn er byggður þannig upp að 3x í viku byrja nemendur í íþróttum. Þeir mæta í skólann í samveru í 20 mínútur og fara svo í íþróttir. Rannsóknir hafa sýnt að hreyfing snemma að morgni eykur úthald og einbeitingu.
Mánudaga og föstudaga er hreyfing tekin um miðjan morgun.
Grunnfög ( íslenska, stærðfræði, samfélags - og náttúrugreinar ) eru kennd fyrri hluta dags. Rétt fyrir hádegi taka við þjálfunartímar þar sem nemendur fá verkefni við hæfi, áskorun miðað við færni. Nemendum er skipt í 4 mismunandi námshópa eftir stöðu þeirra í námi. Metið út frá skimunarprófum.
Eftir hádegi 3x í viku eru ástríðutímar, þar sem nemendur fara í heimilisfræði, myndmennt, textíl, tónlist og smíði. Einnig verður boðið upp á forritun og jafnvel skák.
Ástríðutímar eru stýrt val sem þýðir að nemendur geta oft valið um hvaða tíma þeir sækja, eftir áhugasviði. Þó allir eigi að prufa allt á skólaárinu.