LESTU, tölum við um 3 stig:
RAUTT (stig 1): Leggur áherslu á kennslu bókstafa og hljóða og þjálfun í að setja saman hljóð bókstafa (tvo og tvo, þrjá og þrjá) þannig að úr verður einföld orð og stuttar setningar. Markmið: Að nemendur nái að brjóta lestrarkóðann. Stöðumat: Bókstafa-hljóða prófið (Ofteland, Sigmundsson m.fl.).
GULT (stig 2): Leggur áherslu á þjálfun í lestri og vinnu með lesskilning. Unnið með einfalda texta og bækur með rétt erfiðleikastig. Þar að auki er lögð áhersla á ritun, að skrifa eigin texta. Markmið: Að nemendur verði fulllæsir. Stöðumat: LÆS ´fulllæs´ stöðumat (próf sem verður notað í lok 2. bekkjar) er í vinnslu og stefnan er á að slíkt stöðumat verði tilbúið vorið 2022. Ekki er útilokað að nemandi í fyrsta bekk taki fulllæs stöðuprófið sé færni hans komin á það stig.
GRÆNT (stig 3): Börn eru LÆS (´fulllæs´). Áherslan er lögð á þjálfun á lestri og vinnu með lesskilning, ritun og framsögn (leikrit - leiklestur eða lestur með áherslum). Unnið er með erfiðari texta og bækur en á GULU stigi. Markmið: Að nemendur geti lesið reiprennandi ólíkar bækur og texta að eigin vali. Að nemendur verði einnig færir um að skrifa texta (skapandi skrif). Höfuðáherslur eru lagðar á textaskrif, lesskilning og framsögn. Til stendur að þróa matstæki fyrir textaskrif.
Fyrstu niðurstöður, nemendur í 1. bekk við Grunnskóla Vestmannaeyja:
September 21: 58.3% lesa einstök orð...hafa brotið lestrarkóðann.
Janúar 22: 93.6% eru búnir að brjóta lestrarkóðann.
September 2021: 29.2% geta lesið setningar.
Janúar 2022: 78.3% geta lesið setningar.
Lykill þessara niðurstaðna er stöðumat....eftirfylgni.....markviss þjálfun.....(Ericsson) og áskoranir miðað við færni (Csikszentmihalyi).
Góður mentor/kennari er líka lykill að góðum árangri.