Hafa ritmál sýnilegt- Merkja hluti í umhverfi barnsins, hafa nafn barnsins sýnilegt svo það læri að þekkja það.
,,Lubbi finnur málbeinið“
Lesa daglega fyrir börnin.
Barnið læri að skrifa nafnið sitt
Leyfa börnum að leika með orð og stafi
Hafa bækur aðgengilegar fyrir barnið.
Efla frásagnarhæfni barnanna með því að láta þau sýna og segja frá
Hvetja barnið til að tjá sig við aðra og taka þátt í samræðum
Barnið upplifi að það er einhver sem hlustar á það
Æfa hljóðkerfisvitund og málskilning barnanna, með þulum, samstöfum, rími, hvíslleikjum og romsum
Auka og efla hugtakaskilning
Orð dagsins
Að börnin upplifi notalega stund í spjalli við matarborðið, ræða um hollustu, hvaðan maturinn kemur og hollt og óhollt.
Hlustun- sögur, ævintýri, tónlist
Nánar um hvernig unnið er að efla læsi.
Ritmál er haft sýninlegt, hlutir merktir með letri en ekki myndum. Nöfn barnanna eru sýnileg og þau hvött til að merkja listaverk sín sjálf með nafni.
Markvisst er unnið með "Lubbi finnur málbeinið" þar sem hljóðin eiga öll sín tákn og unnið er sérstaklega með málhljóðin.
Lesið er fyrir börnin á hverjum degi börnin og börnin skiptast einnig á að koma með bækur að heiman sem starfsfólk les fyrir þau. Það eykur áhuga þeirra á bókum.
Markvisst er unnið að því að setja stafi og orð inní leiksvæði. Notum efnivið sem byggist upp á stöfum og þannig reynt að vekja áhuga barnanna á ritmáli í frjálsum leik. Bækur haft aðgengilegar fyrir börnin.
Unnið er að því að efla frásagnarhæfni barnanna þar sem þau eru hvött til þess að segja frá og sýna hluti sem þeim þykja spennandi. Þannig eru þau einnig hvot til þess að taka þátt í samræðum og allar mögulegar aðstæður nýttar til þess. Starfsólk hlustar á börnin og þau látin finna fyrir því að það sé tekið mark á þeim, góð leið til að efla hugtakaskilning þeirra.
Í samverum og málörvunarstundum er unnið markvisst með hljóðkerfisvitund og málskilning barnanna, það er gert með ýmsum leikjum, þrautum og þulum. Það er sungið, dansað og farið með þulur, sérstök áhersla er á þulur eftir Þórarinn Eldjárn.
Orð dagsins eru orð valin úr orðaforðalista Menntamálastofnunar sem inniheldur hugtök sem æskilegt er að börn á leikskólaaldri hafi á valdi sínu. Orð dagsins er gert sýniegt foreldrum.
Í hvíld er hlustað á sögur, ævintýri og tónlist og oft kafað dýpra í þær og unnið með þær frekar. Hlustun eru einnig oft hluti af vali og því hluti af frjálsum leik.