Hver dagur byrjar á rólegri stund og svo fljótanadi morgunmat.
Eftir morgunmatin er samverustund eða málörvunartími.
Eftir það er svo farið í listir, lubba, stærðfræði, val eða útiveru.
Fyrir hádegi er svo aftur samverustund.
Víkin borðar svo hádegismat í matsal skólans og fær því strax þjálfun í því áður en skólagangan hefst. Hvert barn á þó sitt sæti og kennarar sitja með börnunum og ræða við þau um daginn og veginn.
Víkin fer í leikfimi einu sinni í viku í íþróttahúsinu með íþróttakennurum skólans. Þá er farið í hópum upp í íþróttamistöð, þar sem íþróttakennari tekur á móti okkur og er með markvissa hreyfikennslu. Þar læra börnin leiðina í leikfimi frá skólanum, framkomu í búningsklefa og fá að auki góða hreyfingu.
Einu sinni í viku mun tónlistarkennari vera með tónlistartíma fyrir hvora deild. Þar tekur hann ýmis skemmtileg lög og segir sögur með gítarinn og kennir þeim takt og fleiri grunnþætti tónlistar.
Á vorönn fer Víkinn í danstíma með danskennara skólans. Þar sem börnin læra að dansa og í lok annar, tekur Víkin þátt í danssýningu með 1.-5. bekk.
Einu sinni í mánuði er söngur á sal. Þá er farið í sal skólans ásamt 1. bekk og sungin saman lög við undirspil tónlistarkennara skólans