Naustaskóli

Hagnýtar upplýsingar um val nemenda

Þegar nemandi velur sér valgrein er mikilvægt að hann velti öllum möguleikum vel fyrir sér og ræði hugmyndir sínar við foreldra eða forrráðamenn. Valið á að byggja á áhuga og þörfum hvers og eins en ekki því hvert félagarnir stefna. Hafið í huga að valgreinar eru jafn mikilvægar og aðrar námsgreinar og kröfur um ástundun og árangur jafnmiklar og í öðrum greinum.


Ekki er víst að hægt verði að verða við öllum óskum nemenda um valgrein. Greinar geta fallið niður vegna lítillar þátttöku eða annarra ófyrirséðra orsaka. Einnig getur komið fyrir að fleiri sækja í greinar en hægt er að koma að.


Hver nemandi á unglingastigi þarf að skila 37 kennslustundum á viku í skólanum. Því þurfa nemendur í 8. - 10. bekk að velja sér fjórar valgreinar en nemendur eru 29 kennslustundir í kjarnagreinum og velja sér 8 stundir í valgreinum. Hver valgrein er tvær kennslustundir á viku. Nemandi velur sér valgrein fyrir ½ vetur í senn. Oft er sama valgrein í boði fyrir og eftir áramót og er nemendum þá frjálst að velja sömu valgreinina fyrir og eftir áramót ef þeir kjósa það. Innanskólaval fer allt fram í skólanum en samvalsgreinar fara að litlum hluta fram í Naustaskóla en fara fram í öðrum grunnskólum bæjarins, VMA auk annarra staða. Ætlast er til að nemendur nýti sér strætóferðir til að komast á milli staða.

Nemendur eiga þess kost að fá félagsstarf eða nám utan skólans metið sem valgrein. Að hausti þarf að skila inn staðfestingu frá þjálfara/kennara/umsjónaraðila og foreldri/forrráðamanni á þar til gerðu eyðublaði frá skólanum. Að vori mun skóli óska eftir upplýsingum um ástundun nemandans. Nemendur og foreldrar bera ábyrgð á ástundun í metnu vali. Athugið að starfsemi utan skólans má að hámarki meta sem fjórar kennslustundir á viku. Foreldrar bera allan kostnað af tómstundastarfi sem óskað er eftir að fá metið með þessum hætti. Fái nemandi fjarnám við framhaldsskóla metið samsvarar tveggja eininga áfangi einni valgrein.

Ef einhverjar spurningar vakna er ykkur velkomið að hafa samband við Heimi deildarstjóra heimirorn@akmennt.is eða í síma 460-4103 og mun ég verða ykkur til aðstoðar eins og þarf.

Síðasti skiladagur fyrri valgreinar er 18. maí 2021

Sækja bækling sem PDF

Innanskólaval

Árshátíðarval

Fatasaumur

Félagsmiðstöðvaval

Heimilisfræði

Hugleiðsla og slökun

Leir og sköpun

Kvikmyndagerð (stelpur)

Myndmennt

Skapandi endurnýting

Skólahreysti

Legó, róbótar og forritun

Kvikmyndaval (strákar)

Samskólaval

Afrekshópur - fótbolti

Afrekshópur - handbolti

Aðhlynning og umönnun

Athyglisverð umhverfismál

Brettapark

Dans - Jazz/Lyrical/Comercial

Fluguhnýtingar og stangveiði

Franska haustönn

Franska vorönn (framhald)

Förðun

Hársnyrtiiðn

Hjólaval

Hnefaleikaskólinn

Hnýtingar

Iðnir og tækni - Slippurinn

Íslenska sem annað mál

Klúbbaval

Körfuboltaskóli

LEGO

Leiklist

Leir, leður og mósaík

Líkamsrækt

Norður - WOD

Matreiðsla

Píla

Prjón og hekl

Rafiðnir (IGK1812)

Rafíþróttir

Rokk

Rúnk og réttindi - kynfræðslan sem vantaði

Liðkun-teygjur og slökun

Skák

Skíði og bretti

Skrautskrift fyrir byrjendur

Smíðar og hönnun

Spaðaíþróttir

Stærðfræði

Tækni, ljósastýring, sviðshönnun

Undirbúningur fyrir ökunám

Útivist og hreyfing

Útivistarval að vori

Yoga

Þjónusta/framreiðsla